Þjófur

2 spilarar

Spilagjöf

Hvor spilari fær fjögur spil, tvö í einu, og hefur þau á hendi. Síðan eru tekin fjögur spil úr stokknum og þau lögð á borðið á milli spilaranna, upp í loft. Stokkurinn er síðan lagður á grúfu til hliðar.

Framgangur spilsins

Tilgangur spilsins er að ná í sem flest spil. Sá sem ekki gaf byrjar og eftir það er byrjað til skiptis. Ef hann á spil jafnhátt einu spilanna í borðinu, leggur hann sitt ofan á og hirðir það. Ef fleiri en eitt spil af sömu gerð eru í borðinu, t.d tvær fimmur, tekur hann þær báðar. Spilarinn leggur síðan spilin í stokk fyrir framan sig, upp í loft. Geti spilarinn ekki tekið neitt spil leggur hann í staðinn eitt spil af hendinni á borðið við hlið hinna, upp í loft.

Næst á gjafarinn að gera. Hann má annað hvort gera eins og sá sem spilaði á undan en hann má líka taka stokk mótherjans ef hann á það spil