Skítakall

2 - 4 spilarar

Spilagjöf

Leikmenn fá þrjú spil á mann og eiga spilin að liggja á borðinu fyrir framan þá og snúa niður. Ofan á hvert spil er svo lagt annað spil sem snýr upp. Hver spilari fær svo þrjú spil til að hafa á hendi. Að þessu loknu er stokkurinn settur á grúfu á mitt borðið.

Framgangur spilsins

Fyrst af öllu skal geta þess að tvö spil eru í sérstöku hlutverki í þessu spili; tvisturinn og tían. Tvisturinn getur komið í stað hvaða spils sem er og þess vegna má leggja hann ofan á öll spil og á sama hátt má leggja hvaða spil sem er ofan á hann. Tían er sérstök að því leyti að hún sprengir bunkann, þ.e.a.s. hana er hægt að leggja ofan á hvaða spil sem er og er þá bunkinn tekinn úr leik. Leikmaðurinn sem setti tíuna út má síðan leggja nýtt spil á borðið. Það sama gildir ef leikmaður setur út fjögur spil með sama talnagildi, þá springur bunkinn sömuleiðis.

Leikmaðurinn með lægsta spilið byrjar að setja út. Hann má setja út fleiri en eitt spil í einu, svo lengi sem það er með sama talnagildi, t.d tvo fjarka. Það þarf þó að draga úr bunkanum jafnmörg spil og maður leggur út því það eiga alltaf að vera a.m.k þrjú spil á hendi. Næsti spilari leggur síðan út jafnhátt eða hærra spil en spilarinn á undan og dregur jafnmörg og hann lagði út. Þannig gengur spilið réttsælis og spilarar gera koll af kolli. Ef leikmaður getur ekki gert má hann taka áhættu og taka spil úr bunkann sem hann leggur svo beint á kastbunkann þannig að allir sjái hvaða spil þetta er. Ef það er heldur ekki nógu hátt þarf hann að taka allan bunkann upp. Þegar bunkinn er búinn og leikmaður er búinn með þau spil sem hann hafði á hendi á hann næst að nota spilin sem liggja í borðinu og snúa upp. Spilari verður að spila þeim út áður en hann notar þau sem eru á grúfu. Spilari má ekki kíkja á þessi spil áður en hann spilar þeim út. Það sama gildir og áður, ef spilið er lægra en efsta spilið í kastbunkanum þarf spilarinn að taka kastbunkann og hafa hann í höndinni.

Afbrigði: Hægt er að lauma spili inní bunkann,óháð því hvaða spilari á að gera. Spilið sem laumað er inní bunkann þarf að vera af sömu tegund og spilið efst í bunkanum. En þá breytist röðin og næsti spilari á eftir þeim sem laumaði á leik. Annað afbrigði er að hafa fleiri spil með sérstök hlutverk, þá er nían talin vera gagnsæ, þ.e hún má fara á hvaða spil sem er en næsti spilari verður að setja jafnhátt eða hærra en spilið sem er undir níunni. Fimman er þá þannig að þegar spilari setur hana út verður næsti spilari að setja út spil sem er lægra en fimma.

Annað afbrigði: Leyft að breyta spilum. Spilarar byrja á því að breyta þeim spilum í borðinu sem snúa upp. Tilgangurinn með því er að eiga sem best spil þegar öll spil á hendi eru búin. Einungis er hægt að breyta borðinu í upphafi spilsins.

Sérstök spil

 

Sprengir bunkann

 

Byrjar upp á nýtt