Kleppari

2 spilarar

Spilagjöf

Spilararnir skipta með sér stokknum. Hvor um sig leggur svo fimm spil niður, hlið við hlið, og er fyrsta spilið upp í loft en hin snúa niður. Síðan er lagt eitt spil upp í loft við hlið hins sem sneri upp og síðan þrjú spil niður á þau þrjú sem voru eftir, síðan tvö, og að lokum eitt, eins og í kapli. Það sem eftir er af bunka hvors um sig er fyrir framan spilarann og snýr bunkinn niður.

Framgangur spilsins

Spilarar taka samtímis efsta spilið úr bunkanum sínum og leggja það niður á borðið milli spilaranna án þess að kíkja á það áður. Þannig myndast tveir bunkar. Spilararnir byrja svo að raða eins hratt og þeir geta í röð sem má fara bæði upp og niður, t.d má setja fimmu ofan á fjarka en líka þrist. Einungis má nota aðra höndina. Það eiga alltaf að vera fimm spil hlið við hlið í borðinu þannig að leyfilegt er að færa spil til hliðar af bunka og fletta næsta spili upp.

Þegar hvorugur spilarinn getur lagt út spil úr borði taka spilarar aftur efsta spilið úr bunkanum sínum og leggja á þann í borðinu og þá byrjar leikurinn aftur.

Sá vinnur umferðina sem fyrstur klárar öll spilin í borðinu. Sigurvegarinn tekur nú minni kastbunkann og má hann leggja höndina ofan á til þess að meta hvor bunkinn er minni.

Spilin er síðan tekin saman og lagt upp á nýtt án þess að stokka bunkann fyrst. Sá er sigurvegari sem klárar öll spilin sín.