Manni önnur útgáfa

3 spilarar

Spilagjöf

Hver spilari fær 16 spil, gefið eitt og eitt í einu. Manninn er fjögur spil. Sá sem á sögn má taka allann mannann eða ekkert og í því tilviki færist valrétturinn á næsta mann til vinstri.

Framgangur spilsins

Sagnir eru spaði, hjarta, tígull, lauf, grand, og nóló. Hægt er að spila styttri útgáfu þar sem sagnirnar eru spaði, litur (tígull eða hjarta), grand, og nóló.

Hver spilari má bara segja hverja sögn einu sinni, og yfirleitt er teiknað upp eyðublað og hakað við hvaða sagnir eru búnar. Þetta skilar sér í mjög krefjandi skyldusögnum í lok spils.

í öllum litum og grand þarf sá sem á sögnina að ná átta slögum til að ná upp í núll stig, en aðrir þurfa að ná fjórum slögum. Fleiri slagir gefa plús stig en færri slagir gefa mínus stig, ef sá sem átti sögnina fékk t.d bara fjóra slagi þá fær hann -4 stig.

Í nóló snýst það örlítið við, en þá má sá sem á sögnina bara fá fjóra slagi, en hinir mega fá sex slagi. Fleiri slagir gefa þá mínus stig.

Útreikningur

Það er alltaf hægt að stemma af stigin, þar sem mínusinn og plúsinn eiga alltaf að vera jafnir:

Dæmi:

Ari: 4 0

Kolli: 4 8

Aníta: -8 -8

Þarna fengu Ari og Kolli báðir 4 stig í fyrsta spili, og Aníta átti sögnina, sagði spaða, og fékk enga slagi. Í öðru spili átti Ari síðan sögnina og fékk -4 stig, sem setur hann í 0, Kolli fékk +4, og Aníta fékk 0 stig og heldur sínum -8.

Að öðru leiti er þetta bara eins og önnur spil sem ganga út á að ná slögum, en þetta virðist gefa meiri dýpt í spilamennskuna en flest önnur, fyrir utan bridds, og hefur mjög einfaldar sagnir án nokkurs samnings, ólíkt bridds og félagsvist.

Afbrigðið er sett inn samkvæmt ábendingu notanda. Takk!

Aðrar Útfærslur