Lauma

4 - 10 spilarar

Spilagjöf

Spilurum gefið eitt spil í einu þar til allir eru komnir með fimm spil á hendi.

Ef tveimur spilastokkum er blandað saman geta fleiri en tíu spilað í einu.

Framgangur spilsins

Markmið spilsins er að safna fimm spilum í sama lit, hjarta, spaða, laufi eða tígli. Venjulega er best að halda sig við sama litinn allt spilið. Spilið hefst þegar allir spilarar velja samtímis eitt spil af hendi og renna því eftir borðinu til þess sem situr þeim á vinstri hönd og segja um leið: Lauma. Allir taka spilin upp á sama tíma. Þetta er endurtekið þar til einhver hefur fengið fimm spil í sama lit. Hefur hann þá unnið spilið. Tveir eða jafnvel fleiri geta fengið fimm spil um leið og vinna þeir þá allir.

Aðrar Útfærslur